DB blaðið er eingöngu áskriftarblað, átta blaðsíður A4 stærð og kemur að jafnaði út annan hvern föstudag. Sérblöð eins og sumarblað, sjómanna og jólablaðið er 12 - 24 blaðsíður.
Það er prentað á fimmtudögum og dreift til áskrifenda á föstudagsmorgnum á Dalvík, Svarfaðardal, Árskógsströnd og Akureyri.
Það er sett í póst til áskrifenda annarstaðar á landinu á föstudögum. Kostnaður við að koma blaðinu til viðtakanda er 330 kr á stykkið!
Áskriftargjald er núna (okt. 2025) kr. 4.196 fyrir fjögur blöð (+ aðeins bankakostnaður) og rukkað eftirá þegar þau hafa verið afhent. 11% vsk. er á áskriftum. Byrjað er að taka útburðargjald (330 kr x 4) fyrir pappírsblöðin. Ekki á pdf blöðunum. Útburðargjald er rukkað sér, en á því er 0% vsk. Þess vegna er það í sérstakri innheimtu.
Hægt er að fá blaðið rafrænt á pdf skrá gegnum tölvupóst, en þá er það um 25% ódýrara en á pappír og ekki útburðargjald.
Til að gerast áskrifandi, þá vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni/ heimilisfangi og kennitölu á netfangið
Líka er hægt að hringja í mig í s: 467-1288 og ef ekki svarar þá áframsendist það í GSM símann minn.
kv. Albert Gunnlaugsson ritstjóri